Matur og drykkur

Hrífandi íslensk matarhefð

Við tökum gamlar og góðar hefðir í íslenskri matargerð, og búum til skemmtilegan og bragðgóðan mat úr fersku íslensku hráefni. Leyfðu hefðinni að koma þér á óvart!

Bóka borð

Matur og drykkur

Við á MAT OG DRYKK sérhæfum okkur í klassískri íslenskri matargerð með nútímalegu ívafi. Við leggjum mikið uppúr því að leita uppi gamlar íslenskar uppskriftir í bókum og handritum sem við notum á nýstárlegan hátt. Allt á matseðlinum okkar er búið til á staðnum úr fyrsta flokks hráefni.

Sjá matseðil

Bóka borð

Gömul saltfiskverksmiðja

MATUR OG DRYKKUR er staðsettur í fyrrum saltfiskverksmiðju útá Granda. Húsið var byggt 1924 í hefðbundum byggingarstíl þess tíma og notað sem saltfiskverksmiðja allt undir lok sjötta áratugarins. Þessi bygging er nú varðveitt sem sögulegar minjar.

Opnunartímar og ýmsar upplýsingar

Miðvikudaga – Sunnudaga
frá 17:00 – 23:00.

Eldhúsið er opið frá 17:00 til 22:00.

Staðsetning

MATUR OG DRYKKUR er við Grandagarð 2, 101 Reykjavík

Leiðarlýsing

10 mínútna gangur frá Ingólfstorgi. Sjá á korti.

Að panta borð

Þú getur pantað borð hjá okkur með því að nota bókunarformið hér á vefsvæðinu eða með því að senda okkur tölvupóst með upplýsingum um hvenær þú vilt panta borð: info@maturogdrykkur.is. Láttu þá fylgja nafn þitt og hvernig við getum náð sambandi við þig.

Er nauðsynlegt að panta borð með fyrirvara?

Pantanir eru ekki skilyrði en við mælum eindregið með því að bóka borð því oft komast færri að en vilja. Því er rétt bóka snemma, til öryggis.

Takið þið á móti hópum?

Við getum tekið á móti allt að 60 manna hópum. Vinsamlegast athugið að 11 manna hópar eða fleiri verða að panta af hópmatseðli. Hópmatseðilinn er að finna á matseðlinum. Vinsamlegast hafið samband á info@maturogdrykkur.is ef þið eruð með fyrirspurn fyrir hóp.

 

Bjóðið þið gjafabréf?

Já, við bjóðum gjafabréf af ýmsum gerðum. Best er að hringja í okkur eða einfaldlega koma í heimsókn og við setjum saman skemmtilegt gjafabréf sem hentar tilefninu.

Eruð þið með grænmetismatseðil?

Að sjálfsögðu! Við bjóðum bæði þriggja og átta rétta grænmetisseðil.

Eruð þið meðvituð um ofnæmisvalda og sér-matseðla?

Við getum aðlagað flesta okkar rétti til að koma til móts við gesti með séróskir vegna ofnæmishættu eða þeirra sem eru á sérstöku mataræði. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við okkur með eðlilegum fyrirvara um slíkt. Okkur þykir sjálfsagt og eðlilegt að verða við slíkum óskum og getum þá upplýst viðkomandi við komu á staðinn um hentuga samsetningu á réttum.

Hvaða greiðslukortum takið þið við?

Við tökum á móti öllum helstu alþjóðlegum kortum, á borð við VISA, MASTERCARD, AMERICAN EXPRESS etc.

Hafið þið hástóla fyrir lítil börn?

Já.

Eruð þið með barnamatseðil?

Já.

Fyrir nánari upplýsingar og fyrirspurnir: info@maturogdrykkur.is

Book a table